29. maí 2015

Sumarstörf hjá Garðabæ

Sumarstörf ungmenna hjá Garðabæ hefjast 1. júní
  • Séð yfir Garðabæ

Líkt og undanfarin ár er öllum þeim ungmennum sem eiga lögheimili í Garðabæ og sóttu um sumarstarf innan tiltekins umsóknarfrests boðið starf hjá bænum í sumar.  Sumarstörfin hefjast 1. júní kl. 9:00 og er mæting við Garðatorg 1, Hrísmóamegin.

Til viðbótar við þennan hóp ákvað bæjarráð þann 26. maí sl að bjóða umsækjendum fæddum árin 1998 og 1997 og voru á biðlista, einnig starf hjá bænum.  Þessum hóp stendur til boða vinna frá 15. júní og á hann að mæta til starfa þann 15. júní, einnig við Garðatorg 1.   

Verkefnin sem ungmennin fá eru fjölbreytt, utan umhverfishópa sinna margir aðstoðarstörfum í stofnunum Garðabæjar, starfræktur er skapandi sumarhópur, atvinnutengt frístundaúrræði fyrir fatlaða hefur þróast og stækkað undanförnum árum og einnig eru fjölmargir við störf hjá íþrótta- og tómstundafélögum í bænum.

Umhverfishópurinn tekur til starfa 1. júní eins og áður sagði og er mæting til vinnu er kl. 9:00 í bækistöð Umhverfishópa við Garðatorg 1, Hrísmóamegin. Helstu verkefni hópsins eru hreinsun bæjarlandsins, umhirða útivistarsvæða ofan byggðar t.d. við Vífilsstaðavatn með heftingu útbreiðslu lúpínu ogstígagerð, umhirða gróðurbeða í t.d. Kauptúni sem og önnur tilfallandi verkefni.

Allar frekari upplýsingar um umhverfishópa veitir Erla Bil Bjarnardóttir umhverfisstjóri netfang: erlabil@gardabaer.is.