Lokahátíð Skapandi sumarstarfa framundan
Unga fólkið í Skapandi sumarhópnum hefur ekki setið auðum höndum í sumar. Krakkarnir hafa fengist við ólíkar listgreinar eins og tónlist, myndlist og ljósmyndun og gert sér far um að leyfa öðrum að njóta með sér. Tveir tónlistarmenn úr hópnum fór m.a. í tónleikaferðalag á leikskóla bæjarins auk þess sem þeir heimsóttu Ísafold og Vífilsstaði. Alls staðar var þeim tekið vel og stundum var erfitt að hætta.
Á facebook síðu hópsins er hægt að skoða myndir úr starfinu, hlusta á tónlistarfólkið spila og syngja, lesa viðtöl við ungt hæfileikafólk og horfa á myndband af sumargjörningi svo eitthvað sé nefnt.
Skapandi sumarhópur heldur lokahátíð sína í bílakjallaranum á Garðatorgi fimmtudaginn 24. júlí kl. 17-20. Öllum bæjarbúum er boðið og hvattir til að líta við og skoða afrakstur sumarsins hjá unga listafólkinu.
Á myndinni eru þau Rebekka Sif Stefánsdóttir og Örn Gauti í heimsókn á Vífilsstöðum. Myndband frá heimsókninni er á facebook síðu hópsins.