15. maí 2015

Vorsýning félagsstarfs í Jónshúsi

Hin árlega vorsýning félagsstarfs eldri borgara í Garðabæ var haldin í Jónshúsi dagana 7.-9. maí sl. Á sýningunni voru fjölbreyttir munir til sýnis frá hópum sem hafa verið í málun, leirlist, leðursaumi, trésmíði, bútasaumi, fatasaumi, postulínsgerð, glerlist, tréútskurði, myndlist og almennri handavinnu.
  • Séð yfir Garðabæ

Hin árlega vorsýning félagsstarfs eldri borgara í Garðabæ var haldin í Jónshúsi, við Strikið 6, dagana 7.-9. maí sl.  Á sýningunni voru fjölbreyttir munir til sýnis frá hópum sem hafa verið í málun, leirlist, leðursaumi, trésmíði, bútasaumi, fatasaumi, postulínsgerð, glerlist, tréútskurði, myndlist og almennri handavinnu. Garðakórinn, kór eldri borgara, flutti nokkur vel valin lög við opnun sýningarinnar undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar.  Sýningin mæltist vel fyrir og var að venju vel sótt alla dagana.