8. maí 2015

Nærumhverfið skiptir okkur máli - íbúafundur 12. maí

Nærumhverfið skiptir okkur máli er yfirskrift íbúafundar á vegum umhverfisnefndar Garðabæjar sem verður haldinn þriðjudaginn 12. maí nk.í safnaðarheimili Vídalínskirkju. Á fundinum verður m.a. rætt um vorhreinsun, gróður á lóðum, trjáklippingar, safnhaugagerð, hreinsun og viðhald gatna, slátt og hirðingu opinna svæða. Einnig verður rætt um verkefni sumarstarfsmanna, umferðarmál, nágrannavörslu og hlutverk götustjóra.
  • Séð yfir Garðabæ

Nærumhverfið skiptir okkur máli er yfirskrift íbúafundar á vegum umhverfisnefndar Garðabæjar sem verður haldinn þriðjudaginn 12. maí nk.í safnaðarheimili Vídalínskirkju.  Á fundinum verður m.a. rætt um vorhreinsun, gróður á lóðum, trjáklippingar, safnhaugagerð, hreinsun og viðhald gatna, slátt og hirðingu opinna svæða.  Einnig verður rætt um verkefni sumarstarfsmanna, umferðarmál, nágrannavörslu og hlutverk götustjóra.  

Fundurinn hefst kl. 17:15 þriðjudaginn 12. maí og stendur til kl. 19.  Jóna Sæmundsdóttir formaður umhverfisnefndar setur fundinn og dagskráin hefst á örfyrirlestrum þar sem til máls taka Erla Bil Bjarnardóttir umhverfisstjóri, Smári Guðmundsson garðyrkjustjóri, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur og Sófus Gústavsson íbúi á Smáraflöt.  Að því loknu verða umræður fundargesta og fyrirspurnir þar sem leitast verður svara við hvað er brýnast í umhverfismálum Garðabæjar og hvað er hægt að gera betur.  Gunnar Einarsson bæjarstjóri verður fundarstjóri á fundinum.  Boðið verður upp á súpu og kaffi meðan á fundinum stendur.   Hér má sjá nánari upplýsingar um fundinn

Hreinsunarátak og vorhreinsun lóða

Hreinsunarátak Garðabæjar, hreinsað til í nærumhverfinu, stóð yfir í apríl.  Fjölmargir hópar, íbúar við tilteknar götur og félagasamtök,  tóku þátt í átakinu og hreinsuðu ákveðin svæði í bænum. Bæjarfulltrúar í bæjarstjórn Garðabæjar létu ekki sitt eftir liggja og hreinsuðu svæði við lækinn nálægt Ásgarði þriðjudaginn 28. apríl sl. eins og sjá má á meðfylgjandi myndum með frétt. Vorhreinsun lóða hófst í lok apríl og stendur til 13. maí nk. þar sem Garðbæingar eru hvattir til að hreinsa lóðir sínar og garðúrgangur er hirtur á tilteknum dögum fyrir hvert hverfi í bænum.  Eftir helgi dagana 11.-13. maí verður farið um Álftanes, Garðahverfi, Prýði, Hleinar og við Álftanesveg.  Átakið og vorhreinsunin hefur gengið mjög vel og bæjarbúar eiga þakkir skildar fyrir sitt framlag.