6. maí 2015

Sögugöngur að vori

Góð þátttaka var í fuglaskoðunargöngu Bókasafns Garðabæjar og Fugla- og náttúruverndarfélags Álftaness laugardaginn 2. maí sl. Hópurinn hittist í bókasafninu á Álftanesi og gengið var í blíðskaparveðri að Kasthúsatjörn þar sem fylgst var með fuglalífinu dágóða stund og eftir það var gengið meðfram Álftanesgaðinum í áttina að Bessastaðatjörn. Næsta söguganga bókasafnsins verður farin laugardaginn 9. maí nk. en þá verður gengið um Garðaholt og Garðahverfi og bustabærinn Krókur heimsóttur
  • Séð yfir Garðabæ

Góð þátttaka var í fuglaskoðunargöngu Bókasafns Garðabæjar og Fugla- og náttúruverndarfélags Álftaness laugardaginn 2. maí sl.  Hópurinn hittist í bókasafninu á Álftanesi og gengið var í blíðskaparveðri að Kasthúsatjörn þar sem fylgst var með fuglalífinu dágóða stund og eftir það var gengið meðfram Álftanesgaðinum í áttina að Bessastaðatjörn.  Álftanes er þekkt fyrir mikið og fjölbreytt fuglalíf og frábær staður til að fylgjast með komu farfugla.  Leiðsögumaður var Einar Ó. Þorleifsson sem um árabil var formaður Fuglaverndunarfélags Íslands. Eftir gönguna var komið við í bókasafninu þar sem boðið var upp á kakó og kanilsnúða.

Sögu- og minjaganga á Garðaholti laugardaginn 9. maí kl. 11

Næsta söguganga bókasafnsins verður farin laugardaginn 9. maí nk. en þá verður gengið um Garðaholt og Garðahverfi og bustabærinn Krókur heimsóttur. Leiðsögumaður er Rúna K. Tetzschner íslenskufræðingur og myndlistarmaður. Gangan hefst kl. 11 við samkomuhúsið Garðaholt. Gengið  verður upp í Garðaholt, þaðan meðfram Garðatúngarði niður að Hausastaðaskóla, um fjöruna og upp að Garðalind, hinu forna vatnsbóli Garðahverfis. Stoppað verður við ýmsar minjar á leiðinni. Bárujárnsklæddi burstabærinn Krókur verður heimsóttur og þar verður boðið upp á hressingu.  Allir eru velkomnir í gönguna og á vef bókasafnins og hér í viðburðadagatalinu á vef Garðabæjar er hægt að sjá nánari upplýsingar.