1. maí 2015

Bæjarlistamaður Garðabæjar býður heim á vinnustofu sína

Soffía Sæmundsdóttir myndlistarmaður var útnefnd bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2014 og hún hefur starfað ötullega að myndlist sinni undanfarinn áratug og haldið ótal sýningar innanlands og utan. Hún býr í Garðabæ en hefur verið með vinnustofu sína að Fornubúðum 8 í Hafnarfirði undanfarin átta ár og opnar hana reglulega upp á gátt.
  • Séð yfir Garðabæ

Soffía Sæmundsdóttir myndlistarmaður var útnefnd bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2014 og hún hefur starfað ötullega að myndlist sinni undanfarinn áratug og haldið ótal sýningar innanlands og utan. Hún býr í Garðabæ en hefur verið með vinnustofu sína að Fornubúðum 8 í Hafnarfirði undanfarin átta ár og opnar hana reglulega upp á gátt.

Sögusvið Soffíu - sýningarspjall og stofutónleikar á vinnustofu bæjarlistamannsins

Síðasta vetrardag opnaði Soffía Sæmundsdóttir myndlistarmaður og bæjarlistamaður Garðabæjar vinnustofu sína að Fornubúðum 8 fyrir gesti og gangandi með sýningunni Sögusvið. Þar sýnir hún málverk, unnin á undanförnum árum auk nýrrar seríu “Vígamenn” sem unnin er út frá Egilssögu. Í verkum hennar má oft sjá vísun í liðinn tíma en sögusviðið nú er markvisst fært í hendur 18. aldar aðalsmanna sem fara m.a. í spor vígamanna, konunga og skálda. 

Sunnudagana 3. og 10. maí klukkan 15 mun Soffía vera með sýningarspjall og tala um verk sín á sýningunni og það skapandi ferli sem fram fer á vinnustofunni. Garðbæingar eru sérstaklega boðnir velkomnir, en í apríl hélt Soffía opinn fyrirlestur á vegum Grósku um feril sinn og áhrifavalda. Vinnustofa listamanns er hluti af sköpun hans og er áhugavert að sjá þar verk í þróun, hvernig þau eru unnin og hvað veitir innblástur.

Mánudaginn 4. maí klukkan 20 býður Álftaneskórinn til stofutónleika á sýningunni þar sem flutt verður tónlist og lesin ljóð. Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.