30. apr. 2015

Nýr leikskólastjóri á Hæðarbóli

Sigurborg Kristjánsdóttir hefur verið ráðin í stöðu leikskólastjóra Hæðarbóls.
  • Séð yfir Garðabæ

Sigurborg Kristjánsdóttir hefur verið ráðin í stöðu leikskólastjóra Hæðarbóls. Tíu umsækjendur voru um stöðuna.

Sigurborg útskrifaðist sem fóstra úr Fósturskóla Íslands árið 1976 og stundaði síðar framhaldsnám við Háskólann a Akureyri og lauk þaðan meistaraprófi í menntunarfræðum árið 2007.
Sigurborg vann sem leikskólastjóri á Ísafirði árin 1988 – 1992 og í Hafnarfirði frá 1992 - 2002. Hún vann sem leikskólaráðgjafi og þróunarfulltrúi hjá Hafnarfjarðarbæ á árunum 2002 – 2014 en starfaði sl. vetur sem daggæslufulltrúi.