30. apr. 2015

Fylgiskjöl nú birt með fundargerðum bæjarráðs

Sú nýjung hefur verið tekin upp að fylgiskjöl mála sem rædd eru í bæjarráði eru nú aðgengileg með fundargerðum ráðsins á heimasíðu Garðabæjar.
  • Séð yfir Garðabæ
Sú nýjung hefur verið tekin upp að fylgiskjöl mála sem rædd eru í bæjarráði eru nú aðgengileg með fundargerðum ráðsins á heimasíðu Garðabæjar. Frá og með 12. fundi bæjarráðs, sem haldinn var þann 24. mars sl, er hægt að opna fylgiskjöl hvers mál með fundargerð þess sama fundar.  Hægt er að smella hér til að finna fundargerðir nefnda, þar með talið bæjarráðs.  Einnig stendur til að birta fylgiskjöl annarra fastanefnda bæjarins.  Ákvörðun þessi byggir á reglum sem samþykktar voru í bæjarráði 31. mars 2015.