23. apr. 2015

Við leitum til þín - opinn fundur um menningarmál

Miðvikudaginn 29. apríl nk. stendur menningar- og safnanefnd Garðabæjar fyrir opnum fundi um menningarmál í Garðabæ. Fundurinn verður haldinn í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju og hefst kl. 17:30 og stendur til kl. 19. Á fundinum gefst fólki tækifæri til að koma hugmyndum og skoðunum á framfæri á óformlegan og auðveldan hátt.
  • Séð yfir Garðabæ

Miðvikudaginn 29. apríl nk. stendur menningar- og safnanefnd Garðabæjar fyrir opnum fundi um menningarmál í Garðabæ. Fundurinn verður haldinn í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju og hefst kl. 17:30 og stendur til kl. 19. Leiðarljós menningar- og safnanefndar er að efla menningar- og listalífið enn frekar í Garðabæ. 

Á fundinum gefst fólki tækifæri til að koma hugmyndum og skoðunum á framfæri á óformlegan og auðveldan hátt.  Fundarstjóri verður Gunnar Valur Gíslason formaður menningar- og safnanefndar. Í byrjun fundar verður boðið upp á örfyrirlestur Signýjar Pálsdóttur, skrifstofustjóra menningarmála hjá Reykjavíkurborg, sem ætlar að segja frá menningarstefnu borgarinnar og aðgerðaráætlun tengdri stefnunni.  Fundargestir fá svo tækifæri til að taka þátt í umræðum á borðum þar sem eftirfarandi spurningar verða varpaðar fram:

• Hvað er mikilvægast að komi til framkvæmda á næstu árum?
• Framtíðarsýn í menningarmálum - ný verkefni

Niðurstöður umræðna á fundinum verða birtar á vef Garðabæjar og nýtast við mótun aðgerðaráætlunar um menningarmál til næstu ára.  Allir sem hafa áhuga og vilja bæta menningar- og listalífið í Garðabæ eru hvattir til að mæta á fundinn.

Sjá nánari upplýsingar um fundinn hér