30. mar. 2015

Hreinsunarátak Garðabæjar verður dagana 10. - 24. apríl

Hreinsunarátak Garðabæjar, hreinsað til í nærumhverfinu verður dagana 10.-24. apríl nk. Þá eru íbúar Garðabæjar hvattir til að taka nærumhverfi sitt í fóstur og hreinsa til.
  • Séð yfir Garðabæ

Hreinsunarátak Garðabæjar

Hreinsunarátak Garðabæjar, hreinsað til í nærumhverfinu verður dagana 10.-24. apríl nk. Þar eru íbúar Garðabæjar hvattir til að taka nærumhverfi sitt í fóstur með því að hreinsa til og hlúa að. Þarna getur verið um að ræða götur og nærliggjandi svæði, læki, leiksvæði og opin svæði. Einnig geta félög og hópar geta tekið sig saman og hreinsað tiltekin svæði og hægt er að sækja um ákveðin svæði til ruslatínslu og hljóta styrk til verksins, t.d. til að halda grillveislu fyrir hópinn að verki loknu.  Starfsmenn bæjarins sjá svo um að hirða upp poka og annað sem fellur til eftir ruslatínsluna.

Til að sækja um þáttöku í hreinsunarátakinu skal senda tölvupóst á umhverfisstjóra, erlabil@gardabaer.is, fram þarf að koma hvaða svæði hópurinn ætlar að hreinsa.

Vorhreinsun lóða 27. apríl - 13. maí.

Garðbæingar eru hvattir til að hreinsa lóðir sínar í sameiginlegu átaki dagana 27. apríl - 13. maí. Starfsmenn bæjarins verða á ferðinni þessa daga og hirða garðúrgang.  Nánari upplýsingar um vorhreinsunina má finna hér.

Gerum Garðabæ að snyrtilegasta bæ landsins!