24. mar. 2015

Hljóðupptaka af íbúafundi um fjölnota íþróttahús

Miðvikudaginn 18. mars sl. var haldinn fjölmennur íbúafundur um staðarval fjölnota íþróttahúss í Garðabæ. Fundurinn var á vegum bæjarstjórnar Garðabæjar og var haldinn í safnaðarheimili Vídalínskirkju. Á fundinum kynnti Árni Ólafsson skipulagsráðgjafi Garðabæjar mismunandi hugmyndir um staðarval hússins.
  • Séð yfir Garðabæ

Miðvikudaginn 18. mars sl. var haldinn fjölmennur íbúafundur um staðarval fjölnota íþróttahúss í Garðabæ.  Fundurinn var á vegum bæjarstjórnar Garðabæjar og var haldinn í safnaðarheimili Vídalínskirkju.  Á fundinum kynnti Árni Ólafsson skipulagsráðgjafi Garðabæjar mismunandi hugmyndir um staðarval hússins.  Að lokinni kynningu gátu fundargestir tekið þátt í umræðum og komið með ábendingar og fyrirspurnir. Hér má sjá fylgigögn sem voru kynnt á fundinum, þar sem hægt er að skoða greinargerð ráðgjafa um staðarval og þrívíddarmyndir sem eru gagnvirkar á pdf-formi.

Fundurinn var hljóðritaður og hér fyrir neðan er tengill á hljóðupptöku frá fundinum.

Hljóðupptaka - íbúafundur 18. mars 2015. (mp3 skrá - 108MB)

Fundargerð - íbúafundur 18. mars 2015.(pdf-skjal)

Hér er hægt að senda inn ábendingu/athugasemd varðandi staðarval nýs fjölnota íþróttahúss í Garðabæ.