10. mar. 2015

Foreldrar sæki börn í skóla/tómstundaheimili

Vegna óveðurs sem nú geisar á höfuðborgarsvæðinu, þriðjudag 10. mars, hefur verklag um röskun á skólastarfi verið virkjað varðandi skólalok. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að tryggja að börn sín verði sótt í skólana/tómstundaheimili að loknum skóladegi, þannig að þau séu ekki ein á ferðinni í óveðrinu.
  • Séð yfir Garðabæ

Vegna óveðurs sem nú geisar á höfuðborgarsvæðinu, þriðjudag 10. mars,  hefur verklag um röskun á skólastarfi verið virkjað varðandi skólalok. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að tryggja að börn sín verði sótt í skólana/tómstundaheimili að loknum skóladegi, þannig að þau séu ekki ein á ferðinni í óveðrinu. Jafnframt hafa skólar verið beðnir um að tryggja að börn yfirgefi ekki skólana nema í fylgd fullorðinna. Börn eru örugg í skólunum þar til veður og færð gefur forráðamönnum færi á að sækja þau.

Sjá nánar verklagsreglur hér á vef SHS, slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Kynningarfundir um skólastarf í Sjálandsskóla sem áttu að vera í dag 10. mars hefur verið frestað vegna veðurs um viku til þriðjudags 17. mars, sjá nánar hér.

Tilkynning á vef Stjörnunnar- foreldrar eru beðnir um að fylgjast með veðri og meta hvort þau treysta sér til að senda börn sín á æfingar. Þjálfarar verða á staðnum og taka á móti þeim börnum sem mæta.

Tilkynning á vef UMFA - Æfingar falla niður í dag vegna veðurs. Iðkendur í 5.flokki karla eru beðnir um að fylgjast með tilkynningu frá þjálfara á heimasíðunni.