4. mar. 2015

Innritun nemenda í 1. og 8. bekk skólaárið 2015-2016 og kynningar í skólunum

Dagana 9.-23. mars fer fram innritun nemenda í 1. bekk og 8. bekk. Innritað er á vef Garðabæjar, Minn Garðabær.
  • Séð yfir Garðabæ

Dagana 9. - 23. mars fer fram innritun nemenda í 1. bekk (börn fædd 2009) og 8. bekk (börn fædd 2002) fyrir haustið 2015.  Innritað er á vef Garðabæjar, Minn Garðabær.  Í tengslum við innritanir verður hver skóli með stutta kynningu fyrir foreldra og forráðamenn á skólanum og húsnæði hans undir leiðsögn starfsmanna og nemenda skólanna. 

Sömu daga fara einnig fram skráningar vegna nemenda í 2.-9. bekk sem óska eftir að flytjast á milli skóla og innritun barna í dvöl á tómstundaheimilum, í báðum tilfellum er skráð á Minn Garðabær.

Allar frekari upplýsingar um innritun í skóla haustið 2015 eru hér og upplýsingar um kynningar grunnskólanna eru hér.