26. feb. 2015

Gróður á lóðum - nýtt fræðsluefni

Til að ná því markmiði að vera gróðursæll og snyrtilegur bær geta garðeigendur nálgast áhugavert fræðsluefni um gróður á lóðum hér á vef Garðabæjar. Nýverið voru útbúnir fleiri kaflar sem birtir eru á vefnum þar sem fjallað er meðal annars um heppilegan gróður á lóðum og
  • Séð yfir Garðabæ

Garðabær hefur sett sér markmið um trjágróður á lóðum íbúa, fyrirtækja, stofnana og opinna svæða.  Þar kemur meðal annars fram að mikilvægt er að garðeigendur sinni umhirðu og viðhaldi trjágróðurs af alúð og að fallegur og heilbrigður trjágróður bætir yfirbragð bæjarins. Til að ná því markmiði að vera gróðursæll og snyrtilegur bær geta garðeigendur nálgast áhugavert fræðsluefni um gróður á lóðum hér á vef Garðabæjar. Nýverið voru útbúnir fleiri kaflar sem birtir eru á vefnum þar sem fjallað er meðal annars um heppilegan gróður á lóðum og varasaman gróður, ágengar plöntur og gróður á lóðamörkum. 

Gróður á lóðum - fræðsluefni - leiðbeiningar fyrir garðeigendur um umhirðu garða

Trjágróður í Garðabæ - markmið

Málþing um trjágróður í þéttbýli

Föstudaginn 27. febrúar verður haldið málþing um trjágróður í þéttbýli á vegum Garðyrkjufélags Íslands (GÍ) og Samtaka garðyrkju- og umhverfisstjóra sveitarfélaga (SAMGUS).  Á málþinginu verða margir áhugaverðir fyrirlestrar og meðal fyrirlesara verður Erla Bil Bjarnardóttir umhverfisstjóri Garðabæjar sem ætlar að kynna markmið um trjágróður í Garðabæ og segja frá fræðslu til íbúa um trjágróður á lóðum og fjalla um árlega könnun trjágróðurs á lóðum.  Á vef Garðyrkjufélagsins er hægt að sjá nánari upplýsingar um málþingið.