23. feb. 2015

Sigursæl Stjörnuhelgi

Síðastliðin helgi var sigursæl hjá Stjörnunni á mörgum sviðum. Meistaraflokkur karla í körfuknattleik hampaði bikarmeistaratitli eftir magnaðan sigur á KR í æsispennandi úrslitaleik í Laugardalshöllinni laugardaginn 21. febrúar sl. Lokatölur voru 85-83 Stjörnunni í vil.
  • Séð yfir Garðabæ

Síðastliðin helgi var sigursæl hjá Stjörnunni á mörgum sviðum. Meistaraflokkur karla í körfuknattleik hampaði bikarmeistaratitli eftir magnaðan sigur á KR í æsispennandi úrslitaleik í Laugardalshöllinni laugardaginn 21. febrúar sl. Lokatölur voru 85-83 Stjörnunni í vil. Þetta er í þriðja sinn sem meistaraflokkur karla í Stjörnunni verður bikarmeistari í körfu. Stjörnumenn fögnuðu ákaft að leik loknum í höllinni.

Norðurlandameistaratitill í kraftlyftingum

Fleiri Stjörnumenn stóðu sig vel um helgina en Dagfinnur Ari Normann úr lyftingadeild Stjörnunnar hampaði Norðurlandameistaratitli í klassískum kraftlyftingum í 74 kg flokki unglinga á Norðurlandamóti unglinga sem hófst í Finnlandi á föstudaginn.  Árangur hans í bekkpressu var auk þess Íslandsmet unglinga.

Frábær árangur í hópfimleikum

Fimleikadeild Stjörnunnar var einnig sigursæl á WOW-mótinu í hópfimleikum sem var haldið á Akureyri um helgina.  Öll lið Stjörnunnar sem tóku þátt: fyrsti flokkur kvk., meistaraflokkur kvk. og meistaraflokkur í blönduðum flokki unnu til gullverðlauna á mótinu. Þar með batt meistaraflokkslið kvenna hjá Stjörnunni enda á sigurgöngu kvennaliðs Gerplu sem hafði ekki tapað síðan árið 2005. Einnig má geta þess að í fyrsta sinn keppti blandað lið karla og kvenna frá Stjörnunni á móti og gerði liðið sér lítið fyrir og vann til gullverðlauna.

Sjá einnig frétt á vef Stjörnunnar.  Meðfylgjandi mynd með frétt er af bikarmeisturum karla í körfuknattleik.