22. jan. 2015

Síðasta sýningarhelgi PRÝÐI í Hönnunarsafninu

Næstkomandi helgi 24.-25. janúar er síðasta sýningarhelgi PRÝÐI afmælissýningar Félags íslenskra gullsmiða í Hönnunarsafni Íslands. Á sýningunni eru gripir eftir 40 gullsmiði sem voru gefnar frjálsar hendur að smíða fyrir sýninguna eða velja úr eigin safni.
  • Séð yfir Garðabæ

Næstkomandi helgi 24.-25. janúar er síðasta sýningarhelgi PRÝÐI afmælissýningar Félags íslenskra gullsmiða í Hönnunarsafni Íslands. Á sýningunni eru gripir eftir 40 gullsmiði sem voru gefnar frjálsar hendur að smíða fyrir sýninguna eða velja úr eigin safni.  Gullsmiðirnir eru á ólíkum aldri, þeir sem unnið hafa við fagið í áratugi og byggt upp atvinnurekstur og tekið til sín lærlinga, svo og yngra fólk sem sýnir við hlið meistara sinna og hefur á síðustu árum skapað sér nafn og sérstöðu með þátttöku í fjölda sýninga og rekstri vinnustofa eða verslana.

Sunnudaginn 25. janúar kl. 15 verður Stefán Bogi Stefánsson gullsmiður með leiðsögn í Hönnunarsafninu.  Á sýningunni PRÝÐI er silfur-teketill sem Stefán Bogi smíðaði sérstaklega fyrir sýninguna og mun hann segja frá smíðinni í máli og myndum.

Leiðsögnin á fésbókarsíðu Hönnunarsafnsins.

Í Hönnunarsafninu er einnig hægt að skoða hina vinsælu sýningu Ertu tilbúin frú forseti? sem stendur til 22. febrúar.  Safnið er til húsa að Garðatorgi 1 og er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17.  Sjá einnig vef safnsins, www.honnunarsafn.is