16. jan. 2015

Góð mæting á kynningarfund um aðalskipulag Garðabæjar

Góð mæting var á kynningarfund um lýsingu á gerð aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem var haldinn í Flataskóla miðvikudaginn 14. janúar sl. Á fundinum var farið yfir lýsinguna sem var samþykkt í bæjarstjórn Garðabæjar 4. desember 2014 og nánar greint frá innihaldi einstakra kafla. Gunnar Einarsson bæjarstjóri var fundarstjóri og á fundinum voru fulltrúar frá Teiknistofu Arkitekta, Landslagsarkitektastofunni Landmótun og verkfræðistofunni Eflu sem vinna að aðalskipulagsgerðinni.
  • Séð yfir Garðabæ

Góð mæting var á kynningarfund um lýsingu á gerð aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem var haldinn í Flataskóla miðvikudaginn 14. janúar sl.  Á fundinum var farið yfir lýsinguna sem var samþykkt í bæjarstjórn Garðabæjar 4. desember 2014 og nánar greint frá innihaldi einstakra kafla.  Gunnar Einarsson bæjarstjóri var fundarstjóri og á fundinum voru fulltrúar frá Teiknistofu Arkitekta, Landslagsarkitektastofunni Landmótun og verkfræðistofunni Eflu sem vinna að aðalskipulagsgerðinni.  Sigurður Guðmundsson formaður skipulagsnefndar Garðabæjar sagði frá vinnunni sem framundan er og hvatti íbúa til að taka virkan þátt í að koma með ábendingar og góðar hugmyndir á meðan á vinnunni stendur.  Að loknum kynningum skipulagsráðgjafanna gafst fundarmönnum kostur á að varpa fram spurningum úr sal og ábendingum um gerð aðalskipulagsins.  Stutt svör voru veitt á staðnum og einnig voru ábendingar skráðar niður og verða nýttar við áframhaldandi vinnu. Til umræðu á fundinum voru m.a. umferðarmál, samgöngur, gerð göngu- og hjólastíga, þéttleiki íbúðabyggða, óbyggð svæði, stærð Garðabæjar, umhverfismál, miðbæjarmál og ýmislegt fleira.   

Vinna við nýtt aðalskipulag

Gert er ráð fyrir að vinna við nýtt aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030 standi yfir allt þetta ár og taki gildi árið 2016.  Nýtt aðalskipulag mun leysa fyrri aðalskipulagsáætlanir úr gildi sem voru til fyrir Álftanes og Garðabæ áður en sameinng sveitarfélaganna átti sér stað.

Hér á vef Garðabæjar er hægt að sjá nánari upplýsingar um vinnu við nýtt aðalskipulag
Sjá einnig auglýsingu um tillögu að lýsingu á aðalskipulaginu þar sem hægt er að skoða lýsinguna í pdf-skjali.

Kynningarfundur um svæðisskipulag

Áhugasamir íbúar um skipulagsmál eru jafnframt hvattir til að mæta á kynningarfund um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins sem nú er í auglýsingu.  Kynningarfundurinn verður haldinn mánudaginn 19. janúar kl. 17:30 í Flataskóla, sjá nánar hér.

Kynning frá fundinum 14. janúar 2015