15. jan. 2015

Fræðsludagskrá í Hönnunarsafninu

Hönnunarsafn Íslands stendur reglubundið fyrir fræðslu á sviði hönnunar í formi fyrirlestra, námskeiða og vinnustofa. Sunnudaginn 18. janúar kl. 14 ætla gullsmiðirnir Þorbergur Halldórsson og Ásmundur Kristjánsson að ganga um yfirstandandi sýningar Hönnunarsafnsins í fylgd Hörpu Þorsteinsdóttur forstöðumanns. Í spjalli þeirra verður fjallað sérstaklega um smíði hinnar íslensku fálkaorðu og orðusafn frú Vigdísar Finnbogadóttur skoðað
  • Séð yfir Garðabæ

Hönnunarsafn Íslands stendur reglubundið fyrir fræðslu á sviði hönnunar í formi fyrirlestra, námskeiða og vinnustofa.  Fimmtudaginn 15. janúar, kl. 20 flytur Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður, fyrirlestur í Hönnunarsafninu í tengslum við sýninguna Prýði.  Á sýningunni Prýði eru verk eftir íslenska gullsmiði í tilefni af 90 ára afmæli félagsins á liðnu ári. Þór Magnússon hefur um árabil stundað rannsóknir á íslenskri gull-og silfursmíði og mun í erindi sínu einkum fjalla um íslenzka silfursmíði á 18. og 19. öld og varðveitta smíðisgripi þeirra.  Aðgangur að fyrirlestrinum er ókeypis og allir eru velkomnir. 

Leiðsögn á sunnudaginn kl. 14

Sunnudaginn 18. janúar kl. 14 ætla gullsmiðirnir Þorbergur Halldórsson og Ásmundur Kristjánsson að ganga um yfirstandandi sýningar Hönnunarsafnsins í fylgd Hörpu Þorsteinsdóttur forstöðumanns. Í spjalli þeirra verður fjallað sérstaklega um smíði hinnar íslensku fálkaorðu og orðusafn frú Vigdísar Finnbogadóttur skoðað, en Þorbergur Halldórsson er fálkaorðusmiður okkar Íslendinga.  Ásmundur Kristjánsson mun fjalla um búningaskart og víravirki og segja frá smíði þess og verkefnum sem fyrirtæki hans Annríki, sinnir. Báðir eiga þeir ný verk á sýningunni Prýði. 

Sýningunni Prýði lýkur 25. janúar og sýningunni Ertu tilbúin frú forseti? lýkur 22. febrúar.
Hönnunarsafnið er til húsa að Garðatorgi 1 og er opið alla daga (nema mánudaga) frá kl. 12-17. 

Hönnunarsafnið á facebook