27. jún. 2014

Fjölmenni og góð stemmning á Jónsmessuhátíð

Það var margt um manninn og mikil gleði á Jónsmessuhátíð Grósku sem haldin var í Sjálandi í gær. Ömmur voru heiðursgestir kvöldsins og létu sig ekki vanta frekar en aðrir
  • Séð yfir Garðabæ

Það var margt um manninn og mikil gleði á Jónsmessuhátíð Grósku sem haldin var í Sjálandi í gær. Ömmur voru heiðursgestir kvöldsins og létu sig ekki vanta frekar en aðrir.

Gestir hátíðarinnar nutu þess að ganga eftir ströndinni og hitta mann og annan. Fjölbreytt myndlist var til sýnis við stíginn, tónlistarfólk kom fram, skátar buðu upp á grillaða sykurpúða og fjölmargt annað var gert til skemmtunar. 

Myndir segja meira en þúsund orð og þær má finna á facebook síðu Garðabæjar. Það voru starfsmenn í skapandi sumarhópi Garðabæjar sem tóku myndirnar.