Farsælt starf hjá Garðabæ í 36 ár
Agnar Ástráðsson byggingartæknifræðingur lét af störfum hjá Garðabæ í lok desember. Agnar hóf störf hjá Garðabæ í upphafi árs 1979 og enginn annar starfsmaður hefur starfað jafnlengi á bæjarskrifstofum Garðabæjar.
Agnar verður tæknisviði Garðabæjar innan handar næstu mánuði vegna einstakra verkefna. Þeir viðskiptavinir sem leita þurfa til tæknisviðs Garðabæjar vegna byggingarmála geta sett sig í samband við þjónustuver Garðabæjar eða til nýs byggingarfulltrúa Önnu Guðrúnu Gylfadóttur sem tók til starfa síðastliðið haust. Sjá nánar hér.