Garðabær keppir í annari umferð Útsvars
Lið Garðabæjar keppir í annari umferð (16 liða úrslit) Útsvars gegn Akureyri í sjónvarpinu föstudagskvöldið 19. desember kl. 20:15. Í liði Garðabæjar eru þau Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir, Ásgrímur Gunnarsson og Unnur Alma Thorarensen.
Lið Garðabæjar keppir í annari umferð (16 liða úrslit) Útsvars gegn Akureyri í sjónvarpinu föstudagskvöldið 19. desember kl. 20:15. Spurningaþátturinn Útsvar er nú áttunda veturinn á föstudagskvöldum í sjónvarpinu og eins og síðastliðin ár eru það sveitarfélög alls staðar af landinu sem etja kappi í sjónvarpssal RÚV. Í liði Garðabæjar eru þau Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir, Ásgrímur Gunnarsson og Unnur Alma Thorarensen.
Garðbæingar eru velkomnir að fylgjast með viðureigninni í beinni útsendingu úr sjónvarpssal í Efstaleiti og mæting fyrir áhorfendur er um hálftíma fyrir útsendingu.
Áfram Garðabær!
Sjá nánar hér á vef RÚV