16. des. 2014

Foreldrar sæki börn sín í skólann

Vegna óveðurs sem nú geisar á höfuðborgarsvæðinu hefur verklag um röskum á skólastarfi verið virkjað varðandi skólalok. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að tryggja að börn sín verði sótt í skólana að loknum skóladegi, þannig að þau séu ekki ein á ferðinni í óveðrinu. Jafnframt hafa skólar verið beðnir um að tryggja að börn yfirgefi ekki skólana nema í fylgd fullorðinna. ATHUGA - Akstur frístundabíls fellur niður í dag vegna veðurs. Foreldrar bera ábyrgð á að koma börnum sínum til og frá æfingum í þeim tilfellum sem þær falla ekki niður. Þessi tilmæli áttu við þriðjudaginn 16. desember.
  • Séð yfir Garðabæ

Þessi tilmæli áttu við þriðjudaginn 16. desember.

Vegna óveðurs sem nú geisar á höfuðborgarsvæðinu hefur verklag um röskum á skólastarfi verið virkjað varðandi skólalok. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að tryggja að börn sín verði sótt í skólana að loknum skóladegi, þannig að þau séu ekki ein á ferðinni í óveðrinu. Jafnframt hafa skólar verið beðnir um að tryggja að börn yfirgefi ekki skólana nema í fylgd fullorðinna.

Sjá nánar verklagsreglur hér á vef SHS, slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

ATHUGA - Akstur frístundabíls fellur niður í dag þriðjudag 16. desember vegna veðurs.

Tilkynning á vef Stjörnunnar, www.stjarnan.is   Foreldrar bera ábyrgð á að koma börnum sínum til og frá æfingum í þeim tilfellum sem þær falla ekki niður.

Tilkynning á vef UMFA, www.umfa.is