15. des. 2014

Leikskólinn Kirkjuból fær Grænfánann í þriðja sinn

Leikskólinn Kirkjuból fékk Grænfána Landverndar afhentan í þriðja sinn í síðast liðinni viku. Börn og starfsfólk leikskólans leitast við að hlúa að og vernda náttúruna á margvíslegan máta og njóta hennar í leiðinni.
  • Séð yfir Garðabæ

Leikskólinn Kirkjuból fékk Grænfána Landverndar afhentan í þriðja sinn í síðast liðinni viku. Börn og starfsfólk leikskólans leitast við að hlúa að og vernda náttúruna  á margvíslegan máta og njóta hennar í leiðinni.  Grænfáninn er veittur til tveggja ára í senn og að því loknu þarf að senda inn nýja umsókn og þá fer aftur fram skoðun á því umhverfisstarfi sem er unnið í leikskólanum og hvort skólinn uppfylli öll skilyrði til að fá fánann.

Árið 2012 voru taubleiur teknar í notkun á Kirkjubóli.  Það sparar 20-30 bréfbleiur á dag en hafa þarf í huga að það tekur um 450 ár fyrir hverja bleiu að brotna niður í náttúrunni. Hér er því um afar umhverfisvæna aðgerð að ræða á Kirkjubóli. Samtímis hefur starfsfólk Kirkjubóls notað einungis endurhlaðanlegar rafhlöður, vistvænar ljósaperur og flúorperur, fjölnota skóhlífar ásamt því að halda áfram öllu góðu starfi og fræðslu um umhverfismál innan skólans og utan. 
Það voru því stoltir nemendur sem tóku á móti Grænfánanum, staðráðnir í að halda áfram og gera betur.  Úti var norðvestlægur vindur en börnin létu það ekki á sig fá, heldur klæddu sig vel og drógu fánann að húni.
Sjá einnig frétt á vef Kirkjubóls.