12. des. 2014

Fallegt jólatré í garði Ísafoldar

Það var hátíðleg athöfn laugardaginn 6. desember sl. þegar ljósin voru tendruð á fallegu jólatré í garði hjúkrunarheimilisins Ísafoldar í Garðabæ.
  • Séð yfir Garðabæ

Það var hátíðleg athöfn laugardaginn 6. desember sl. þegar ljósin voru tendruð á fallegu jólatré í garði hjúkrunarheimilisins Ísafoldar í Garðabæ. Laufey Jóhannsdóttir fyrrum forseti bæjarstjórnar í Garðabæ flutti ávarp og tendraði ljósin á jólatrénu en Árnesingakórinn söng bæði hátíðleg og fjörug jólalög undir stjórn Gunnars Ben. 

Á vef Ísafoldar er hægt að sjá frétt og myndir frá athöfninni og þar er einnig að finna fróðleik um fjölbreytt starf hjúkrunarheimilisins.