21. nóv. 2014

Framkvæmdum við nýja göngu- og hjólastíga að ljúka

Framkvæmdir við lagningu göngu og hjólastíga meðfram Hafnarfjarðarvegi eru á lokastigi. Tilgangurinn með viðbótum og lagfæringum á stígunum er að gera stofnstíga gegnum bæinn greiðfæra og vel upplýsta.
  • Séð yfir Garðabæ

Framkvæmdir við lagningu göngu og hjólastíga meðfram Hafnarfjarðarvegi eru á lokastigi.  Tilgangurinn með viðbótum og lagfæringum á stígunum er að gera stofnstíga gegnum bæinn greiðfæra og vel upplýsta.

Lagfæringarnar fóru fram á nokkrum stöðum, í fyrsta lagi var stígurinn vestan Hafnarfarðarvegar lengdur og lagfærður.  Markmiðið var að leggja 3ja metra breiðan greiðfæran stíg um svæðið. Stígurinn liggur um gróin íbúðarhverfi og því þurfti að taka tillit til ýmissa þátta svo sem smíði hljóðgirðinga, gróðursetningar á trjágróðri og lýsingu stígsins. Gamlar hljóðvarnir við Hafnarfjarðarveg voru rifnar niður og nýjar reistar.  Malbikun stíginn milli Breiðáss og undirganga undir Hafnarfjarðarveg, ofan Grundahverfis, er nú lokið. Stígurinn er nýr á um 400 metra kafla og endurgerður á um 100 metra kafla.  Nú er unnið er að lokafrágangi á lýsingu og uppsetningu girðinga til að auka öryggi gangandi og hjólandi og einnig er unnið að merkingum. Næsta vor verður svo sáð grasfræi í hljómönina meðfram Hafnarfjarðarvegi að Lyngási.


Í öðru lagi var stígur í Engidal sunnan Ásahverfis færður til og tengdur yfir akbraut við hringtorgið á Hnausholtsbraut. Þar með er göngu- og hjólastígurinn orðinn greiðfær og tengdur svokölluðum Strandstíg er liggur meðfram strönd Arnarnesvogs. Einnig var hljóðmön meðfram Álftanesvegi lengd á þessu svæði. Sáð verður grasfræi í framlengingu manarinnar næsta vor.

Síðasta verkið í þessum áfanga er við Arnarneslæk, vestan undirganga undir Hafnarfjarðarveg.  Þar er unnið að lagfæringu á göngu- og hjólastíg sem fyrir er, en öryggi er ekki tryggt nú í undirgöngunum vegna þrengsla beggja vegna gangnanna. Ný tenging verður lögð yfir lækinn vestan Hafnarfjarðarvegar að Hegranesi og á næsta ári er fyrirhuguð lagfæring austan undirganganna, á stígnum milli Silfurtúns og Akrahverfis.

Hér má sjá fleiri myndir af framkvæmdunum