25. jún. 2014

Jónsmessugleði fimmtudaginn 26. júní frá 20-22

Samtökin Gróska, samtök myndlistarmanna og áhugafólks um myndlist í Garðabæ, ætla að halda hina árlegu Jónsmessugleði á göngustígnum við strandlengjuna í Sjálandi fimmtudagskvöldið 26. júní nk. frá kl. 20-22. Fjölmargir myndlistamenn taka þátt í Jónsmessugleðinni og setja upp myndlistarsýningu sem stendur eingöngu þetta eina kvöld.
  • Séð yfir Garðabæ

Samtökin Gróska, samtök myndlistarmanna og áhugafólks um myndlist í Garðabæ, ætla að halda hina árlegu Jónsmessugleði á göngustígnum við strandlengjuna í Sjálandi  fimmtudagskvöldið 26. júní nk. frá kl. 20-22.  Fjölmargir myndlistamenn taka þátt í Jónsmessugleðinni og setja upp myndlistarsýningu sem stendur eingöngu þetta eina kvöld.  Jónsmessugleðin er nú haldin í sjötta sinn og undanfarin ár hafa Garðbæingar og aðrir góðir gestir fjölmennt í Sjálandið.

Ekki verður þó eingöngu myndlist í boði þetta kvöld í Sjálandinu, hópur ungmenna sem vinnur að skapandi störfum í sumar á vegum atvinnuátaksins verður með uppákomur um kvöldið.  Bæjarstarfsmenn aðstoða með uppsetningu og frágang og ýmsa skipulagningu.  Það er von myndlistarmannana að þetta geti skapað góða stemningu við sjávarsíðuna og lífgað upp á mannlífið í bænum.  Ömmur eru boðnar sérstaklega velkomnar þetta kvöld í Sjálandið og geta tekið þátt í listahappdrætti á vegum Grósku þetta kvöld.

Auglýsing Jónsmessugleðinnar (pdf-skjal)