14. nóv. 2014

Innleiðing nágrannavörslu

Nágrannavarsla hefur verið innleidd í flest öllum hverfum í Garðabæ á undanförnum árum og gefist vel. Í nóvember verða haldnir tveir fundir fyrir íbúa á Álftanesi þar sem nágrannavarsla verður kynnt. Fundirnir verða haldnir miðvikudaginn 19. nóvember kl. 17:30 (Norðurnes) og miðvikudaginn 26. nóvember kl. 17:30 (Suðurnes) í hátíðarsal Álftanesskóla/íþróttahúss.
  • Séð yfir Garðabæ

Nágrannavarsla hefur verið innleidd í flest öllum hverfum í Garðabæ á undanförnum árum og gefist vel. Í nóvember verða haldnir tveir fundir fyrir íbúa á Álftanesi þar sem nágrannavarsla verður kynnt.   Fundirnir verða haldnir miðvikudaginn 19. nóvember kl. 17:30 (Norðurnes) og miðvikudaginn 26. nóvember kl. 17:30 (Suðurnes) í hátíðarsal Álftanesskóla/íþróttahúss.

Í Garðabæ hefur innleiðing nágrannavörslu verið samstarfsverkefni Garðabæjar og lögreglu höfuðborgarsvæðisins og á kynningarfundunum á Álftanesi verður farið yfir helstu þætti góðrar nágrannavörslu.  Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar verður fundarstjóri og Margeir Sveinsson stöðvarstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði fer yfir tölfræði um afbrot o.fl. 
Svo að nágrannavarslan virki sem best þarf hver gata að skipa sér götustjóra sem verður tengiliður við aðra íbúa götunnar.  Íbúar taka svo höndum saman um að fylgjast með húsum og íbúðum hver hjá öðrum, eru „augu og eyru götunnar“ sem hefur reynst góð forvörn í að koma í veg fyrir innbrot og eignatjón. Nokkrar götur á Álftanesi hafa þegar skipulagt nágrannavörslu en allir eru velkomnir á kynningarfundina á Álftanesi. 

Nágrannavörslufundur, miðvikudag 19. nóvember kl. 17:30  - upplýsingar um hvaða götur heyra undir Norðurnes  

Nágrannavörslufundur, miðvikudag 26. nóvember kl. 17:30 - upplýsingar um hvaða götur heyra undir Suðurnes

Upplýsingar um nágrannavörslu í Garðabæ