7. nóv. 2014

Íbúafundur um fjárhagsáætlun 13. nóvember - bein útsending

Bæjarstjóri boðar til fundar með íbúum Garðabæjar um fjárhagsáætlun fimmtudaginn 13. nóvember nk. Fundurinn verður haldinn í Sjálandsskóla, Löngulínu 8, og stendur frá kl. 17:30 - 19:00. Á fundinum verður leitað eftir hugmyndum bæjarbúa við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2015.
  • Séð yfir Garðabæ

Bæjarstjóri boðar til fundar með íbúum Garðabæjar um fjárhagsáætlun fimmtudaginn 13. nóvember nk. Fundurinn verður haldinn í Sjálandsskóla, Löngulínu 8, og stendur frá kl. 17:30 - 19:00.  Á fundinum verður leitað eftir hugmyndum bæjarbúa við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2015.

Á fundinum verða stuttar kynningar þar sem bæjarstjóri og fjármálastjóri Garðabæjar kynna helstu áherslur og niðurstöður í tillögu að fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2015. Jafnframt munu  endurskoðendur bæjarins, KPMG, fjalla um helstu reglur um áætlunargerð sveitarfélaga, ábyrgð sveitarstjórnarmanna og afgreiðslu ársreikninga. Að því loknu verður unnið í minni hópum þar sem allir fá tækifæri til að koma sínu að.

Í viðtali Garðapóstins sem kom út í dag segir Gunnar Einarsson bæjarstjóri að mikilvægt sé að eiga samtal við bæjarbúa um hvernig peningum þeirra er best ráðstafað. Hann er sannfærður um að margar góðar ábendingar berist frá bæjarbúum um hvað megi gera betur í rekstri bæjarins og hvað eigi að leggja áherslu á.  Allir eru velkomnir á fundinn en þeir sem komast ekki geta horft á fundinn á netinu um leið og hann fer fram, útsending verður af vef Garðabæjar.  Jafnframt verður að loknum fundi hægt að senda inn ábendingar á vef Garðabæjar og þar verða líka ábendingar frá fundinum birtar.

Útsending frá íbúafundi

Auglýsing íbúafundarins um fjárhagsáætlun - fimmtud. 13. nóvember kl. 17:30-19 í Sjálandsskóla (pdf-skjal)

Viðtal við Gunnar Einarsson bæjarstjóra í Garðapóstinum 7. nóvember. (pdf-skjal)

Upplýsingar um fjármál 2015 - frumvarp um fjárhagsáætlun sem var lagt fram í fyrri umræðu bæjarstjórnar Garðabæjar 6. nóvember sl.