31. okt. 2014

Góður fundur með lögreglu

Fulltrúar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ásamt fulltrúum Garðabæjar hittust nýverið á árlegum haustfundi til að fara yfir stöðu mála og þróun brota. Á fundinum fór lögreglan yfir helstu tölfræði á milli ára í umdæminu.
  • Séð yfir Garðabæ

Fulltrúar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ásamt fulltrúum Garðabæjar hittust nýverið á árlegum haustfundi til að fara yfir stöðu mála og þróun brota. Á fundinum fór lögreglan yfir helstu tölfræði á milli ára í umdæminu.  Í máli Margeirs Sveinssonar stöðvarstjóra í Hafnarfirði kom margt jákvætt fram og þar má nefna að innbrotum fækkar á milli ára í Garðabæ og eru undir meðaltali á höfuðborgarsvæðinu. Einnig var farið yfir fjölda tilkynntra slysa í umferðaróhöppum og viðhorf íbúa til lögreglu.

Á fundinum var meðal annars rætt um fíknefnamál, umferðarmál og nágrannavörslu. Að sögn lögreglu hefur Garðabær staðið vel að nágrannavörslu og ætlunin er að halda áfram á þeirri braut og á næstunni verða auglýstir kynningarfundir um innleiðingu á nágrannavörslu á Álftanesi í samstarfi Garðabæjar og lögreglu.

Tölfræði og glærur lögreglu frá fundinum má nálgast hér (pdf-skjal).  

Upplýsingar um nágrannavörslu í Garðabæ má sjá hér.