20. jún. 2014

Kona formaður bæjarráðs Garðabæjar í fyrsta sinn

Á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar Garðabæjar á Kvenréttindadaginn 19. júní sl. var kona kjörinn formaður bæjarráðs Garðabæjar í fyrsta sinn. Af 11 bæjarfulltrúum í Garðabæ eru nú 5 konur og 6 karlar. Áslaug Hulda Jónsdóttir verður formaður bæjarráðs Garðabæjar sem nú er skipað fimm fulltrúum í stað þriggja áður. Gunnar Einarsson var endurráðinn bæjarstjóri Garðabæjar með 9 atkvæðum en tveir sátu hjá.
  • Séð yfir Garðabæ

Á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar Garðabæjar á Kvenréttindadaginn 19. júní sl. var kona kjörinn formaður bæjarráðs Garðabæjar í fyrsta sinn.  Af 11 bæjarfulltrúum í Garðabæ eru nú 5 konur og 6 karlar. Áslaug Hulda Jónsdóttir verður formaður bæjarráðs Garðabæjar sem nú er skipað fimm fulltrúum í stað þriggja áður. Gunnar Einarsson var endurráðinn bæjarstjóri Garðabæjar með 9 atkvæðum en tveir sátu hjá.

Bæjarstjórn Garðabæjar kom saman til fyrsta fundar fimmtudaginn 19. júní 2014 í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli.  Bæjarfulltrúum hefur fjölgað frá því áður og eru nú 11 í stað 7.  Fjölgunin er til komin vegna fjölgunar íbúa með sameiningu Garðabæjar og Álftaness.  Margir nýjir bæjarfulltrúar taka sæti í nýrri bæjarstjórn eða 7 af 11.  Í úrslitum sveitarstjórnarkosninga sem fram fóru 31. maí sl. voru úrslit kosninganna í Garðabæ á þá vegu að 7 bæjarfulltrúar koma frá D-lista Sjálfsstæðisflokks, tveir bæjarfulltrúar frá Æ-lista Bjartrar framtíðar, einn bæjarfulltrúi frá S-lista Samfylkingar og einn bæjarfulltrúi frá M-lista Fólksins í bænum. 

Í nýrri bæjarstjórn Garðabæjar sitja:
Áslaug Hulda Jónsdóttir (D)
Sigríður Hulda Jónsdóttir (D)
Sigurður Guðmundsson (D)
Gunnar Valur Gíslason (D)
Jóna Sæmundsdóttir (D)
Almar Guðmundsson (D)
Sturla Þorsteinsson (D)
Guðrún Elín Herbertsdóttir (Æ)
Halldór Jörgen Jörgensson (Æ)
Steinþór Einarsson (S)
María Grétarsdóttir (M)

Steinþór Einarsson sem á að baki lengstu setu í bæjarstjórn setti fyrsta fund bæjarstjórnar. Á fundinum var kosið í embætti, nefndir og ráð á vegum bæjarstjórnar. Gunnar Einarsson var áfram ráðinn bæjarstjóri til næstu fjögurra ára á fundinum. Á bæjarstjórnarfundinum var Sturla Þorsteinsson  kjörinn forseti bæjarstjórnar til eins árs.  Einnig var kosið í bæjarráð Garðabæjar sem nú er skipað fimm fulltrúum í stað þriggja áður.

 Í bæjarráð Garðabæjar voru kjörnir:
Áslaug Hulda Jónsdóttir, Sigríður Hulda Jónsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Guðrún Elín Herbertsdóttir og Steinþór Einarsson.

Formenn nefnda til fjögurra ára voru kjörnir:
Forvarnanefnd:  Sigríður Björk Gunnarsdóttir
Fjölskylduráð:  Sturla Þorsteinsson
Íþrótta- og tómstundaráð: Björg Fenger
Leikskólanefnd:  Sigurður Guðmundsson
Menningar- og safnanefnd:  Gunnar Valur Gíslason
Nefnd um málefni eldri borgara:  Ástbjörn Egilsson
Skipulagsnefnd:  Almar Guðmundsson
Skólanefnd grunnskóla:  Sigríður Hulda Jónsdóttir
Skólanefnd tónlistarskóla:  Kristinn Guðlaugsson
Umhverfisnefnd:  Jóna Sæmundsdóttir
Stjórn Hönnunarsafns Íslands:  Erling Ásgeirsson

Fundargerð fyrsta fundar nýrrar bæjarstjórnar.
 

Meðfylgjandi mynd er tekin á fyrsta fundi bæjarstjórnar. Á myndinni eru frá vinstri: Steinþór Einarsson, María Grétarsdóttir, Halldór Jörgen Jörgensson, Guðrún Elín Herbertsdóttir, Guðjón E. Friðriksson bæjarritari, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Sturla Þorsteinsson, Áslaug Hulda Jónsdóttir, Sigríður Hulda Jónsdóttir, Gunnar Valur Gíslason, Jóna Sæmundsdóttir og Almar Guðmundsson.