29. okt. 2014

Starfsdagur leikskóla

Mánudaginn 27. október var starfsdagur í leik- og grunnskólum í Garðabæ en leikskólar loka þrjá og hálfan dag á ári. Starfsdagarnir eru vel nýttir til skipulags og endurmenntunar starfsfólks.
  • Séð yfir Garðabæ
Mánudaginn 27. október var starfsdagur í leik- og grunnskólum í Garðabæ en leikskólar loka þrjá og hálfan dag á ári. Starfsdagarnir eru vel nýttir  til skipulags og endurmenntunar starfsfólks. Sem dæmi má nefna var fjallað um læsi í leik á Ökrum og slysavarnir og öryggismál. Á Bæjarbóli var fræðsla um nám og leik barna, fjölmenningu og viðhorf foreldra af erlendu bergi um aðlögun barna sinna. Á Holtakoti var unnið að innra skipulagi deilda og starfsfólk Hæðarbóls fékk fræðslu um gleði og hlátur frá Eddu Björgvinsdóttir leikara. Einnig var farið yfir notkun spjaldtölva með börnum í leikskólastarfi á Hæðarbóli. Á Kirkjubóli var farið yfir þróunarverkefnið Vinátta sem unnið verður í vetur í samstarfi við Barnaheill. Grunnur að læsi, orðaforðakennsla og námssögur voru viðfangsefni starfsfólks Krakkakots.  
  

Ég er leiðtogi

Starfsfólk Lundabóls og Sunnuhvols fékk Elínu Björnsdóttir kennara til að halda fyrirlestur undir yfirskriftinni „Ég er leiðtogi“. Efni fyrirlestursins undirstrikar og styrkir starfsfólk leikskóla í hlutverki sínu sem faglegs leiðtoga í leikskólastarfi og byggir á einni víðtækustu leiðtogaþjálfun heims „Sjö venjum til árangurs“. Leiðtogaþjálfunin felst í ferli sem byggir á rannsóknum um hvernig megi umbreyta menningu og starfsháttum skólasamfélaga sem leiði af sér eflingu á félagslegri færni, aukinnar tilfinningagreindar og aukinnar færni í mannlegum samskiptum. Slík þjálfun hefur einnig haft mælanleg áhrif á starfsgleði, skilvirkari vinnubrögð starfsmanna og öruggt og hvetjandi skólaumhverfi hefur skapast þar sem hver og einn fær tækifæri til að njóta sín.