24. okt. 2014

Leikskólar í Garðabæ gera samning við Háskólann á Akureyri

Leikskólar í Garðabæ hafa tekið að sér hlutverk starfsþróunarskóla með samningi við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Í því felst að veita kennaranemum í leikskólafræðum fræðslu og þjálfun í samræmi við markmið náms- og kennsluskrár kennaradeildarinnar, jafnframt er sjónum beint að innri starfsþróun skólanna
  • Séð yfir Garðabæ

Leikskólar í Garðabæ hafa tekið að sér hlutverk starfsþróunarskóla með samningi við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Í því felst að veita kennaranemum í leikskólafræðum fræðslu og þjálfun í samræmi við markmið náms- og kennsluskrár kennaradeildarinnar, jafnframt er sjónum beint að innri starfsþróun skólanna.  Þá eiga kennarar starfsþróunarskóla, sem taka að sér æfingakennslu kennaranema í Háskólanum á Akureyri, kost á því að innrita sig sem nemendur í námskeið kennaradeildar. Einnig getur leikskólinn óskað eftir að fá aðstoð við rannsóknarstarf (starfendarannsóknir) um leið og kennurum kennaradeildar Háskólans er heimilað að vinna að rannsóknum á sviði kennslu- og uppeldisfræða innan starfsþróunarskólans.

Samsvarandi samstarf er við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í formi heimaskóla en litið er svo á að menntun leikskólakennara sé samstarfsverkefni Háskóla Íslands annars vegar og leikskóla hins vegar. Á vettvangi öðlast neminn reynslu og innsýn í skólastarfið og í háskólanum fær hann tækifæri til að vinna úr reynslu sinni og skoða hana í fræðilegu ljósi. Er það von Garðabæjar að með samningunum komi fleiri leikskólakennarar til starfa í leikskólum í Garðabæ eftir að námi þeirra lýkur.