20. okt. 2014

Skákþing Garðabæjar hefst mánudag 20. okt

Skákþing Garðabæjar hefst mánudaginn 20. október. Það er Taflfélag Garðabæjar sem hefur umsjón með mótinu sem er haldið að Garðatorgi 1 á 2. hæð (gamla Betrunarhúsið, inngangur til hægri við verslunina Víði).
  • Séð yfir Garðabæ

Skákþing Garðabæjar hefst mánudaginn 20. október. Það er Taflfélag Garðabæjar sem hefur umsjón með mótinu sem er haldið að Garðatorgi 1 á 2. hæð (gamla Betrunarhúsið, inngangur til hægri við verslunina Víði).  Tefldar verða sjö umferðir og mótið verður reiknað til íslenskra og alþjóðlegra stiga.  Fyrsta umferð mótsins verður haldin í kvöld og hefst kl. 19:30 (B flokkur byrjar kl. 18) og næstu umferðir verða haldnar á vikufresti á Garðatorgi. Verðlaunaafhending og hraðskákmót Garðabæjar verður svo haldið mánudaginn 8. desember á Garðatorgi. 

Mótið sem hefst í kvöld er um leið Skákþing Taflfélags Garðabæjar og sæmdartitilinn Skákmeistari Garðabæjar geta aðeins félagsmenn Taflfélags í Garðabæ fengið eða skákmaður með lögheimili í Garðabæ.  Hér á vef Taflfélags Garðabæjar er hægt að sjá nánari upplýsingar um fyrirkomulag mótsins, skráningu á mótið, umferðatöflu og þátttökugjöld.