16. okt. 2014

Truflanir á umferð við Álftanesveg

Fimmtudaginn 16. október hófst vinna við endurnýjun slitlags á Álftanesvegi á 600 metra kafla frá hringtorgi við Bessastaðaveg að Garðavegi. Áætlað er að verkið standi í 10 daga og má búast við verulegum truflunum á umferð þann tíma
  • Séð yfir Garðabæ

Fimmtudaginn 16. október hófst vinna við endurnýjun slitlags á Álftanesvegi á 600 metra kafla frá hringtorgi við Bessastaðaveg að Garðavegi.  Áætlað er að verkið standi í 10 daga og má búast við verulegum truflunum á umferð þann tíma. 

Í tilkynningu frá Vegagerðinni eru vegfarendur hvattir til að fylgja þeim merkingum sem uppi eru hverju sinni og jafnframt er beðist velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu kunna að leiða.

Yfirlitsmynd - Álftanesvegur (pdf-skjal)