20. jún. 2014

Gaman í rigningunni á 17. júní

Margt var um að vera í Garðabæ á þjóðhátíðardaginn 17. júní sl. Hátíðardagskráin hófst að morgni til á Álftanesi þar sem var farið í skrúðgöngu að lokinni helgistund í safnaðarheimilinu að íþróttamiðstöðinni þar sem boðið var upp á skemmtidagskrá. Í Vídalínskirkju var haldin árleg hátíðarstund og skrúðganga hélt þaðan niður að hátíðarsvæði við Garðaskóla þar sem skemmtidagskrá hófst um kl. 14. Fjölmörg skemmtiatriði voru í boði og þar á meðal var hljómsveitin Pollapönk og áhorfendur skemmtu sér vel þrátt fyrir rigningarveður.
  • Séð yfir Garðabæ

Skemmtun á ÁlftanesiMargt var um að vera í Garðabæ á þjóðhátíðardaginn 17. júní sl. Hátíðardagskráin hófst að morgni til á Álftanesi þar sem var farið í skrúðgöngu að lokinni helgistund í safnaðarheimilinu að íþróttamiðstöðinni þar sem boðið var upp á skemmtidagskrá. Árlegt kaffihlaðborð Kvenfélags Álftaness var haldið síðar um daginn í íþróttamiðstöðinni. Einnig var boðið upp á hestaferðir fyrir framan Álftaneslaug, kanó og kajaksiglingar í Sjálandi og einnig gátu Garðbæingar notið þess að fara í sund í Álftaneslaug og veiða í Vífilsstaðavatni.

 

 

Í Vídalínskirkju var haldin árleg hátíðarstund og skrúðganga hélt þaðan niður að hátíðarsvæði við Garðaskóla þar sem skemmtidagskrá hófst um kl. 14. Fjölmörg skemmtiatriði voru í boði og þar á meðal var hljómsveitin Pollapönk og áhorfendur skemmtu sér vel þrátt fyrir rigningarveður. Kvenfélag Garðabæjar var með sitt árlega kaffihlaðborð í Flataskóla. Dagskráin að degi til var í umsjón skátafélagsins Vífils.

Um kvöldið voru hátíðartónleikar í safnaðarheimili Vídalínskirkju, Kirkjuhvoli. Þar steig hljómsveitin Salon Islandus á svið og fengu að þessu sinni til liðs við sig söngkonuna Hönnu Dóru Sturludóttur.  Dagskráin var létt og skemmtileg þar sem m.a. var flutt vínartónlist og áhorfendur hrifust með.

 

Ljósmyndir frá Skapandi sumarstarfi í Garðabæ teknar á 17. júní (á fésbókarsíðu hópsins)