8. okt. 2014

Stjörnustelpur keppa í Evrópukeppninni

Evrópuævintýri Stjörnunnar heldur áfram og nú er það kvennalið Stjörnunnnar sem mætir rússneska liðinu Zvezda í fyrri leik liðanna í 32. liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna. Leikurinn fer fram miðvikudaginn 8. okt kl 20:00 á Samsungvellinum/Stjörnuvellinum.
  • Séð yfir Garðabæ

Evrópuævintýri Stjörnunnar heldur áfram og nú er það kvennalið Stjörnunnnar sem mætir rússneska liðinu Zvezda í fyrri leik liðanna í 32. liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna. Leikurinn fer fram miðvikudaginn 8. okt kl 20:00 á Samsungvellinum/Stjörnuvellinum. Sannkallaður stórleikur er framundan í kvöld og seinni leikur liðanna fer fram í næstu viku.  Ef Stjarnan kemst áfram mætir liðið Liverpool frá Englandi eða Linköping frá Svíþjóð í næstu umferð.

Nú verða Stjörnumenn og Stjörnukonur að sýna stelpunum okkar stuðning og mæta á völlinn. 
Miðaverð er 1500 kr. og 500 kr. fyrir börn. Skíni Stjarnan

Sjá einnig vef Stjörnunnar, www.stjarnan.is