7. okt. 2014

Stjarnan fagnaði Íslandsmeistaratitli

Stjarnan varð Íslandsmeistari karla í knattspyrnu í fyrsta sinn þegar liðið lagði FH að velli á Kaplakrika laugardaginn 4. október sl. Um hreinan úrslitaleik var að ræða þegar liðin mættust en FH hefði dugað jafntefli til að vinna titilinn en Stjarnan hafði betur og leikurinn fór 2-1 Stjörnunni í vil.
  • Séð yfir Garðabæ

Stjarnan varð Íslandsmeistari karla í knattspyrnu í fyrsta sinn þegar liðið lagði FH að velli á Kaplakrika laugardaginn 4. október sl. Um hreinan úrslitaleik var að ræða þegar liðin mættust en FH hefði dugað jafntefli til að vinna titilinn en Stjarnan hafði betur og leikurinn fór 2-1 Stjörnunni í vil. Leikurinn var æsispennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en á uppbótartíma þegar Ólafur Karl Finsen skoraði síðara mark sitt í leiknum úr vítaspyrnu. Uppselt var á leikinn og um 6450 áhorfendur mættu til að fylgjast með. Mikil stemmning var á leiknum og ekki síður eftir leik þegar Garðbæingar fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum.  Góður endir á góðu sumri hjá Stjörnunni.  Til hamingju Stjarnan!

Á vef Stjörnunnar vef Stjörnunnar er hægt að sjá margar skemmtilegar myndir frá úrslitaleiknum.

Sjá líka fésbókarsíðu knattspyrnudeildar Stjörnunnar.