20. jún. 2014

Kvennahlaupið í 25. sinn

Kvennahlaupið fór fram laugardaginn 14. júní sl. og að venju var aðalhlaupið í Garðabæ þar sem nokkur þúsund konur tóku þátt. Allt í allt voru það 15.000 konur sem hlupu í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ í ár, á 85 stöðum um allt land og á 20 stöðum erlendis.
  • Séð yfir Garðabæ

Kvennahlaupið fór fram laugardaginn 14. júní sl. og að venju var aðalhlaupið í Garðabæ þar sem nokkur þúsund konur tóku þátt. Allt í allt  voru það 15.000 konur sem hlupu í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ í ár, á 85 stöðum um allt land og á 20 stöðum erlendis. Þetta var í 25. sinn sem hlaupið fór fram og alls hafa í gegnum árin verið rúmlega 370 þúsund skráningar og margar konur hafa hlaupið með öll árin.  Kvennahlaupið hefur vakið athygli á mörgum málefnum er varða heilsu kvenna og átt í góðu samstarfi við ýmis félagasamtök vegna þeirra.  

Í Garðabæ hófst upphitun á Garðatorgi um kl. 13:30 og svo gátu konur valið um þrjár vegalengdir, 2, 5 og 10 km. Að loknu hlaupi var einnig boðið upp á skemmtun á torginu og þátttakendur gátu fengið sér hressingu og einnig var þátttakendum boðið í sund í Ásgarði.

 

Á fésbókarsíðu Kvennahlaupsins er hægt að sjá fleiri myndir frá hlaupinu og ýmsan fróðleik um hlaupið.