23. sep. 2014

Stjarnan Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu 2014

Stjarnan varð Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, þegar lið Stjörnunnar vann 3-0 sigur á Aftureldingu.
  • Séð yfir Garðabæ

Stjarnan varð Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, þegar lið Stjörnunnar vann 3-0 sigur á Aftureldingu.  Liðin mættust á Stjörnuvellinum/Samsungvellinum mánudaginn 22. september og þrátt fyrir að ein umferð sé eftir á ekkert annað lið möguleika á að ná stigafjölda Stjörnunnar og því var bikarinn afhentur Stjörnustúlkum að loknum leik.  Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu fyrir Stjörnuna í leiknum.  Lið Stjörnunnar varð einnig bikarmeistari í sumar.  Til hamingju Stjarnan!    

Á vef Stjörnunnar er hægt að sjá margar skemmtilegar myndir sem voru teknar að leik loknum þegar bikarinn fór á loft, www.stjarnan.is