Vegabætur og uppbygging í Heiðmörk
Skógræktarfélag Reykjavíkur réðst nýlega í viðamiklar framkvæmdir í þeim hluta Heiðmerkur sem tilheyrir Garðabæ. Haustið 2013 var skrifað undir samstarfssamning milli félagsins og Garðabæjar um rekstur svæðisins og eru framkvæmdirnar nú afrakstur þess samnings. Eins og fram kemur á vef Skógræktarfélags Reykjavíkur, heidmork.is voru framkvæmdar vegabætur á Hlíðarvegi inn með Vífilsstaðahlíð, bílastæðið við Hjallaflatir var bætt til muna og grjóthnullungum komið fyrir á stæðinu til að afmarka bílastæði og til að koma í veg fyrir spólakstur. Ný bílastæði voru gerð á hálsinum á milli Hjalladals og Hlíðarvegs og viðhaldi á eldra bílastæði við Vífilsstaðahlíð hefur verið sinnt sem og viðhaldi á upplýsingaskiltum og áningastöðum. Garðabær stóð einnig fyrir miklum endurbótum á þeim hluta Heiðmerkurvegar sem liggur í Garðabæ.
Nánari upplýsingar er að finna á vefnum heidmork.is