Taktu þá tali - samtal um aðalskipulag
Kynningarstandar með plakötum sem sýna helstu nýjungar og breytingar í þeim drögum að aðalskipulagi Garðabæjar sem nú liggja fyrir hafa verið settir upp á þremur stöðum í bænum; Á Garðatorgi, fyrir framan Víði, í anddyrinu í Ásgarði og í anddyri Álftaneslaugar.
Á næstu dögum verða Gunnar Einarsson bæjarstjóri og Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri við standana í klukkustund í senn og bjóða þeim sem eiga leið framhjá upp á spjall um aðalskipulagið. Hægt er að leggja fyrir þá spurningar og koma fram með ábendingar um það sem mætti endurskoða.
Spjallið verður:
1. Á Garðatorgi, mánudaginn 31. október kl. 16-17
2. Í anddyri Ásgarðs, þriðjudaginn 1. nóvember kl. 15.30-16.45
3. Í anddyri Álfaneslaugar, miðvikudaginn 2. nóvember kl. 8-9 f.h.
Á vef Garðabæjar er hægt að kynna sér ítarlegri gögn, þ.e. greinargerð, uppdrátt og umhverfisskýrslu. Þar er einnig form til að senda inn ábendingar.
Athugið að á forkynningarstigi teljast þær ábendingar sem berast óformlegar. Þær verða hafðar til hliðsjónar við endanlega mótun tillögu að Aðalaskipulagi Garðabæjar 2016-2030 en verður ekki svarað sérstaklega hverri fyrir sig.
Opinn fundur:
Staðsetning: Flataskóli
Tímasetning: Miðvikudagurinn 2. nóvember kl. 16.30.
Á fundinum verða kynnt drög að tillögu að Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030.
Fundargestum gefst kostur á að ræða innihald tillögunnar og leggja fram ábendingar sem verða hafðar til hliðsjónar við endanlega mótun hennar.
Gott er að hafa kynningarefnið sem dreift hefur verið í hús með sér á fundinum.