15. sep. 2014

Mannréttinda- og forvarnarnefnd tekur til starfa

Á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar 4. september sl.samþykkti bæjarstjórn samþykktir fyrir nýja nefnd mannréttinda- og forvarnarnefnd. Mannréttinda- og forvarnarnefnd mun starfa í umboði bæjarstjórnar að styrkingu á íbúalýðræði, jafnfrétti og eflingu forvarna í Garðabæ, og að jafnrétti fyrir alla íbúa sveitarfélagsins.
  • Séð yfir Garðabæ

Á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar 4. september sl.samþykkti bæjarstjórn samþykktir fyrir nýja nefnd mannréttinda- og forvarnarnefnd. Á fyrri kjörtímabilum hefur verið starfandi forvarnarnefnd en ný nefnd hefur víðtækara hlutverk.  Mannréttinda- og forvarnarnefnd mun starfa í umboði bæjarstjórnar að styrkingu á íbúalýðræði, jafnfrétti og eflingu forvarna í Garðabæ, og að jafnrétti fyrir alla íbúa sveitarfélagsins. Í nefndinni sitja Sigríður Björk Gunnarsdóttir, formaður, Jón Haukur Jónsson, Sigríður Rósa Magnúsdóttir, Þórarinn S. Sigurgeirsson og Kamilla Sigurðardóttir.  Nefndin kemur saman til fyrsta fundar miðvikudaginn 17. september nk.

Hlutverk mannréttinda- og forvarnarnefndar

Hlutverk nefndarinnar er m.a. að vera bæjarstjórn ráðgefandi um leiðir til að auka íbúalýðræði og virkt samráð, vera bæjarstjórn ráðgefandi í málefnum er varða jafnrétti kynjanna og jafnrétti í víðum skilningi, vera bæjarstjórn Garðabæjar ráðgefandi í forvarnarmálum. 
Í samþykktum fyrir mannréttinda- og forvarnarnefnd má lesa nánar um hlutverk nefndarinnar (pdf-skjal). Með nefndinni starfa Sunna Sigurðardóttir þjónustustjóri Garðabæjar og Gunnar Richardson forvarnar- og tómstundafulltrúi Garðabæjar.