15. sep. 2014

Álftanes vann 4. deildina

Garðbæingar standa sig vel í fótbolta þessa dagana og um helgina vann meistaraflokkur Álftaness í fótbolta karla úrslitakeppni fjórðu deildar með fræknum sigri á Kára frá Akranesi. Liðin mættust í úrslitaleik laugardaginn 13. september á Bessastaðavelli og lokatölur voru 2-0 fyrir Álftanes.
  • Séð yfir Garðabæ

Garðbæingar standa sig vel í fótbolta þessa dagana og um helgina vann meistaraflokkur Álftaness í fótbolta karla úrslitakeppni fjórðu deildar með fræknum sigri á Kára frá Akranesi. Liðin mættust í úrslitaleik laugardaginn 13. september á Bessastaðavelli og lokatölur voru 2-0 fyrir Álftanes. Hreiðar Ingi Ársælsson kom Álftnesingum í 1-0 og Guðbjörn Alexander Sæmundsson bætti við öðru marki í seinni hálfleik.

Á vef UMFÁ er hægt að sjá myndir frá úrslitaleiknum á laugardaginn. 
Sjá einnig fésbókarsíðu meistaraflokks karla (UMFÁ) í knattspyrnu.