12. sep. 2014

Göngum í skólann

Alþjóðlega verkefnið Göngum í skólann hófst 10. september sl. Álftanesskóli, Flataskóli, Hofsstaðaskóli og Sjálandsskóli hafa verið virkir þátttakendur í verkefninu á undanförnum árum og eru allir skráðir til leiks á ný. Í ár er það í áttunda skipti sem Ísland tekur þátt í verkefninu en það hófst upphaflega árið 2000 í Bretlandi.
  • Séð yfir Garðabæ

Alþjóðlega verkefnið Göngum í skólann hófst 10. september sl. Álftanesskóli, Flataskóli, Hofsstaðaskóli og Sjálandsskóli hafa verið virkir þátttakendur í verkefninu á undanförnum árum og eru allir skráðir til leiks á ný.  Í ár er það í áttunda skipti sem Ísland tekur þátt í verkefninu en það hófst upphaflega árið 2000 í Bretlandi.  Um 60 skólar á Íslandi eru skráðir til leiks og skráning stendur enn yfir.

Hérlendis hefur verkefnið miðast við september mánuð í staðinn fyrir október vegna birtuskilyrða og veðurs og átakið stendur hér á landi frá 10. sept og lýkur formlega á alþjóðlega Göngum í skólann deginum 8. október nk.  Markmið verkefnisins eru meðal annars að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar. Einnig minnkar þetta umferð við skóla og er vitundarvakning um ferðamáta og umhverfismál. 

Hver skóli fyrir sig ákveður með hvaða hætti verkefnið er útfært hjá sér og á vefsíðunni www.gongumiskolann.is má sjá nánari upplýsingar um verkefnið á Íslandi.

Sjá einnig frétt frá Flataskóla og frétt frá Hofsstaðaskóla.