5. sep. 2014
Skólabörn gróðursettu birkiplöntur í Sandahlíð
Nemendur úr Sjálandsskóla gróðusettu birkiplöntur úr Yrkjusjóði frú Vigdísar Finnbogadóttur í Sandahlíð
Nemendur Sjálandsskóla og Alþjóðaskólans gróðursettu birkiplöntur í gær í blíðskapar veðri. Plöntunum var úthlutað til grunnskólanema úr Yrkjusjóði frú Vigdísar Finnbogadóttur sem stofnaður var árið1992.
Um 290 nemendur Sjálandsskóla og Alþjóðaskólans gróðursettu í skógræktarsvæðið Sandahlíð sem er umsjónarsvæði Skógræktarfélags Garðabæjar. Leiðbeinendur voru umhverfisstjóri Garðabæjar og starfsfólk garðyrkju.
Að lokinni gróðursetningu léku börnin sér og grilluðu í Guðmundarlundi í Kópavogi sem er skammt frá.