24. júl. 2014

Snyrtilegar lóðir 2014

Eigendur sjö einbýlishúslóða og einnar fjölbýlishúsalóðar fengu í gær afhentar viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi 2014. Jafnakur var valin snyrtilegasta gatan og viðurkenningar fyrir lóð fyrirtækis eða stofnunar fékk fyrirtækið Þykkvabæjar
  • Séð yfir Garðabæ

Eigendur sjö einbýlishúslóða og einnar fjölbýlishúsalóðar fengu í gær, 24. júlí, afhentar viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi 2014. Jafnakur var valin snyrtilegasta gatan og viðurkenningar fyrir lóð fyrirtækis eða stofnunar fékk fyrirtækið Þykkvabæjar, Austurhrauni 5. Forsvarsmenn Stjörnunnar og garðyrkjustjóri Garðabæjar fengu viðurkenningu fyrir snyrtilegt opið svæði á Stjörnutorgi.

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri og Jóna Sæmundsdóttir, formaður umhverfisnefndar afhentu viðurkenningarnar í gær á Garðatorgi.

Einbýlishúsalóðirnar sem veittar voru viðurkenningar fyrir í ár eru:

  • Ásbúð 26
  • Bæjargil 65
  • Gullakur 6
  • Norðurtún 9
  • Smáratún 17
  • Sunnakur 2
  • Sunnuflöt 3

Fjölbýlishúsalóðin sem veitt var viðurkenning fyrir er:

  • Langalína 33-35

Lýsingarnar hér á eftir eru úr umsögn umhverfisnefndar um lóðirnar.

Myndir frá afhendingu viðurkenninganna

Fleiri myndir af lóðunum

Lóðir íbúðarhúsnæðis:

Ásbúð 26

Ásbúð 26

 

 

 

 

 

 

 

 

Garðurinn að Ásbúð 26 er sérlega snyrtilegur. Umhverfi lóðarinnar er einnig haldið snyrtilegu og þar á meðal göngustígnum sem liggur meðfram lóðamörkum. Bakgarðurinn er með dvalarsvæði á pöllum. Upp af því eru brattar grasbrekkur en töluverður hæðar mismunur er á lóðinni. Stórgrýti prýðir garðinn og vinnur upp á móti brattanum. Byggingarár var 1973.

Bæjargil 65

Bæjargil 65

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er lítill skrúðgarður, með blómskrúði, lítilli tjörn með gullfiski og gróðurhúsi við bílskúrinn. Fleira mætti telja sem komið hefur verið fyrir á lóðinni. Eigendur hafa áður fengið viðurkenningu fyrir garðinn, það var árið 2003, en byggingarár var 1985.

Gullakur 6

 Gullakur 6

 

 

 

 

 

 

 

Garðurinn að Gullakri 6 er sérstaklega stílhreinn og snyrtilegur, með blómskrúði við dvalarsvæði á baklóð. Götumyndin er hlýleg með runnagróðri meðfram stoðvegg. Eigendur Gullakurs 6 láta nærumhverfið sig varða og hafa tekið opið svæði umhverfis húsið í fóstur og sinna því af alúð og snyrtimennsku. Byggingarár 2010. 

Langalína 33-35 (fjölbýli)

Langalína 33-35

 

 

 

 

 

 

 

 

Langalína 33-35 er fjölbýlishús sem íbúarnir hafa verið að flytja inn í í sumar. Það er aðdáunarvert að byggingarverktakinn skuli skila af sér fullbúinni lóð með grasi og trjágróðri til íbúa hússins. Hönnun lóðarinnar fellur vel að umhverfinu.

Norðurtún 9

Norðurtún 9

 

 

 

 

 

 

 

 

Við komu í skrúðgarðinn að Norðurtúni 9 mætti umhverfisnefnd fjölskyldu sem var að flytja inn og sagðist því ekki eiga heiðurinn af garðinum. Fjölskyldan sagðist þó gera sér grein fyrir að hún væri að taka við sannkallaðri paradís og lofaði að sinna skrúðgarðinum vel en hann þarfnast mikillar umhirðu. Gaman væri að fleiri gætu séð garðinn sem er mikið til aflokaður, því hann er algjört augnayndi. M.a. mynda fjölbreytt blómaskrúð fjölærra blóma víða þekju yfir beðin undir trjánum og rúmgóð grasflöt er við dvalarsvæði á baklóð. Norðurtún 9 var byggt árið 1975.

Smáratún 17

Smáratún 17

 

 

 

 

 

 

 

 

Fékk áður viðurkenningu árið 1996 „fyrir fallegan garð“, það á ennþá við því garðurinn er sérstaklega fallegur og skartar fallegum trjám og runnagróðri. Stórt afgirt dvalarsvæði er á baklóð. Athygli vakti smekklega frágengið þriggja hólfa tunnuskýli fyrir sorp- og pappírstunnur. Byggingarár 1984.

Sunnakur 2

Sunnakur 2

 

 

 

 

 

 

 

 

Er að Sunnakri 2 var komið vakti það aðdáun hve garðurinn stakk í stúf við umhverfið með frágenginni lóð með iðagrænu grasi og ungum trjá- og runnagróðri. Frágangur götumeginn er smekklegur og einnig er kominn matjurtagarður á baklóð. Eigendur lóðar í byggingarhverfi eiga heiður skilinn fyrir framtakið. Húsið að Sunnakri 2 var byggt árið 2011.

Sunnuflöt 3

Sunnuflöt 3

 

 

 

 

 

 

 

 

Frumbýlingar að Sunnuflöt 3 eiga heiður skilið fyrir að viðhalda garðinum allt frá árinu 1968 er uppbygging hans hófst. Við götuna er fallega hlaðinn hraunveggur og víða á lóðinni er hlaðið eða lagt með grjóti í stiklur og stíga. Athygli vakti hrauni lögð brekka með steinahæðaplöntum sem snýr mót bakgarðinum. Hún var í upphafi lögð í samstarfi nágranna en hefur verið viðhaldið af íbúum Sunnuflatar 3.

Viðurkenningu fyrir lóð fyrirtækis eða stofnunar hljóta í ár:

Þykkvabæjar, Austurhrauni 5

Þykkvabæjar, Austurhrauni 5

 

 

 

 

 

 

 

 

Lóð fyrirtækisins er sérstaklega snyrtileg og með fallegum gróðri, ekki bara á framlóð, heldur allt umhverfis húsnæði fyrirtækisins. Starfsfólki hlýtur að líða vel í svo snyrtilegu umhverfi. Byggingarár 1999.

Viðurkenning fyrir snyrtilega götu og opið svæði

Jafnakur - snyrtilegasta gatan

Jafnakur, snyrtilegasta gatan 2014

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrir snyrtilegustu götuna í Garðabæ 2014, hljóta íbúar við Jafnakur í Akrahverfi viðurkenningu með skilti sem sett verður upp í götunni. Götumyndin er sérstaklega snyrtileg í Jafnakri. Húsin við götuna voru byggð á árunum 2006-2008.

 Stjörnutorg við Ásgarð

Stjörnutorg

 

 

 

 

 

 

 

 

Torgið umhverfis íþróttamiðstöðina Ásgarð og aðkoma að Stjörnuheimilinu og vallarsvæði er sérstaklega snyrtileg. Þar hefur garðyrkjustjóri komið fyrir fjölbreyttum trjá- og runnagróðri. Gróðurinn er allur að koma til, sérstaklega njóta sín súluaspir upp með hvítum gluggalausum vegg fimleikahússins. Félagsheimilið er byggt 1991, vallarhús og stúka árið 2005, en Stjörnutorgið var byggt árið 2010.