Harpa best í Pepsi-deildinni
Harpa Þorsteinsdóttir er besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu. Stjarnan á þrjá fulltrúa í úrvalsliði fyrri umferðar.
Harpa Þorsteinsdóttir leikmaður Stjörnunnar var í gær útnefnd besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna í kattspyrnu í fyrri hluta Íslandsmótsins, eftir fyrstu 9 umferðirnar.
Stjarnan á einnig þrjá fulltrúa í úrvalsliði fyrri umferðar, Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur, Glódísi Perlu Viggósdóttur og Hörpu Þorsteinsdóttur.