11. jún. 2014

Vinnuskólinn að hefjast

Vinnuskólinn hefst í dag 11. júní kl. 8.30 hjá nemendum sem fæddir eru 1998 og 1999 og á morgun hjá nemendum sem eru fæddir árið 2000.
  • Séð yfir Garðabæ

Vinnuskólinn hefst í dag, miðvikudaginn 11. júní kl. 8.30 hjá nemendum sem fæddir eru 1998 og 1999 og á morgun fimmtudaginn 12. júní hjá nemendum sem eru fæddir árið 2000.

Álftnesingar mæta í Félagsmiðstöðina Elítuna. Aðrir mæta í Garðaskóla, norðurbyggingu. 

Í Vinnuskólanum takast ungmenni á við ýmis störf, m.a. garðyrkju, hirðingu á lóðum og opnum svæðum bæjarins og skipulagt tómstundastarf. Einhverjir hafa líka fengið boð um  aðstoðarstörf hjá stofnunum og æskulýðsfélögum, s.s. á leikskólum, leikjanámskeiðum og skátanámskeiðum. 

Vinnutími:

14 ára (fædd 2000): Mætt er fyrir hádegi þrjá daga í viku, frá kl.8:30 til kl.12. Fjórða daginn er í boði þátttaka í forvarna- og hópeflisverkefninu Egó. Ekki er unnið á föstudögum. Daglegur vinnutími reiknast 3.5 klst auk 2 klst í Egó. Samtals 12.5 tímar á viku.

15-16 ára (fædd 1999 og 1998): Unnið frá kl.8:30 til 12 og frá 13:15 til 15:15. Daglegur vinnutími reiknast 5.5 klst. Unnið er 3.5 klst fyrir hádegi á föstudögum. Samtals möguleiki á 25.5 klst vinnu á viku. 

Laun

Laun í Vinnuskóla Garðabæjar á árinu 2014 eru:

Fædd árið 1998 kr. 550.- á klst.
Fædd árið 1999 kr. 419.- á klst.
Fædd árið 2000 kr. 373.- á klst.

Símanúmer

Símanúmer skrifstofu Vinnuskólans er: 590 2575.
Yfirflokksstjóri Vinnuskólans er Tinna Barkardóttir, sími: 820 8572.
Yfirflokksstjóri á Álftanesi er Markús Vilhjámsson s: 617 1543.

Nánari upplýsingar um Vinnuskólann

Frekari upplýsingar um vinnuskólann eru á vef Garðalundar www.gardalundur.is