13. jún. 2014

Kvennahlaupið laugardaginn 14. júní

Sjóva Kvennahlaup ÍSÍ er haldið laugardaginn 14. júní í ár og er nú haldið í 25. skipti. Árið 1990 var fyrsta Kvennahlaupið haldið, í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ. Hlaupið var á átta stöðum á landinu, í Garðabæ, Stykkishólmi, Grundarfirði, á Akureyri, á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu, á Egilsstöðum og í Skaftafellssýslu. Þátttakendur voru rúmlega 2000 konur. Í dag er hlaupið á um 100 stöðum, hérlendis og erlendis og eru þátttakendur orðnir um 16.000.
  • Séð yfir Garðabæ

Sjóva Kvennahlaup ÍSÍ er haldið laugardaginn 14. júní í ár og er nú haldið í 25. skipti.  Árið 1990 var fyrsta Kvennahlaupið haldið, í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ.  Hlaupið var á átta stöðum á landinu, í Garðabæ, Stykkishólmi, Grundarfirði, á Akureyri, á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu, á Egilsstöðum og í Skaftafellssýslu.  Þátttakendur voru rúmlega 2000 konur.  Í dag er hlaupið á um 100 stöðum, hérlendis og erlendis og eru þátttakendur orðnir um 16.000.

Að venju fer aðalhlaupið fram í Garðabæ og upphitun hefst kl. 13:30 á Garðatorgi. Forskráning í hlaupið fer fram á Garðatorgi frá kl. 11 á laugardaginn. Hlaupið sjálft hefst kl. 14 og boðið verður upp á þrjár vegalengdir 2, 5 og 10 km. Þátttakendur í hlaupinu fá frían aðgang að Sundlaug Garðabæjar í Ásgarði að hlaupinu loknu.

 

 

Kort sem sýnir hlaupaleiðir í Garðabæ.

 

Sjá vef Kvennahlaupsins hjá Sjóvá. 

Kvennahlaupið á facebook