5. jún. 2014

Góð stemning á Þriðjudagsklassík

Þriðju og síðustu tónleikarnir í tónleikaröðinni Þriðjudagsklassík fóru fram þriðjudagskvöldið 3. júní sl. í sal Tónlistarskóla Garðabæjar að Kirkjulundi. Það voru hjónin og Garðbæingarnir Ágúst Ólafsson baritónsöngvari og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari sem stigu á svið þetta kvöld
  • Séð yfir Garðabæ

Þriðju og síðustu tónleikarnir í tónleikaröðinni Þriðjudagsklassík fóru fram þriðjudagskvöldið 3. júní sl. í sal Tónlistarskóla Garðabæjar að Kirkjulundi.  Það voru hjónin og Garðbæingarnir Ágúst Ólafsson baritónsöngvari og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari sem stigu á svið þetta kvöld og glöddu tónleikagesti með söng og spili.

Yfirskrift tónleikanna var Sólarsöngvar og var hugmyndin að fylgja sólinni á ferðalagi sínu frá upprás til sólarlags í ljóði og tónum frá ýmsum löndum. Ljóða- og lagalistinn var fjölbreyttur og skemmtilegur og þau fluttu meðal annars verk eftir Rachmaninov, Sibelius, Tchaikovsky, Schubert, og Sigvalda Kaldalóns. Tónleikagestir fögnuðu þeim vel og lengi að loknum tónleikum sem þóttu vel heppnaðir. Það er menningar- og safnanefnd Garðabæjar sem stendur að tónleikaröðinni sem hóf göngu sína í fyrsta sinn í fyrravor og hélt áfram í vor með þrennum tónleikum.  Listrænn stjórnandi er Ingibjörg Guðjónsdóttir, söngkona og kórstjóri. 

Þriðjudagsklassík á facebook.